Hljómsveitin Todmobile ætti að vera landsmönnum kunnug, en um helgina heldur hún upp á 35 ára afmæli sitt með tónleikum í Hörpu á morgun, laugardaginn 14. október.
Ásamt Todmobile verða þrír erlendir gestasöngvarar sem áttu hver um sig þátt í að móta tónlistastrauma áttunda og níunda áratugarins. Það eru þeir Midge Ure, fyrrverandi söngvari Ultravox, Tony Hadley úr Spandau Ballet og Nik Kershaw.
Miðarnir á fyrri tónleikana, kl. 19, seldust upp og slegið var til annarra tónleika síðla sama kvölds, eða klukkan 22.30, og eru enn miðar til sölu á þá.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands spilar með Todmobile og mun Atli Örvarson stýra henni.