Þessi einfaldi búðingur eða tryllingur er óendanlega góður eða það finnst okkur enda elskum við kókosmjólk! Hún er svo dásamlega sæt og holl og frábær fyrir þá sem ekki þola mjólkurvörur. Þessi TRYLLINGUR verður bráðum besti vinur þinn svo hér er uppskriftin:
- 1 dós kókosmjólk best frá Thai Kitchen því það er áríðandi að mjólkin sé þykk.
- 1/4 bolli og 1 matskeið kakóduft
- 1/2 teskeið vanillu dropar
- Sætuefni eins og Stevia eða flórsykur til að halda þykktinni, eins mikið og þér finnst gott.
Hellið mjólkinni í skál og setjið í kæli í klukkutíma. Mjólkin þykkist við þetta. Þeytið saman við með gaffli kakóið, vanilludropana og sætuefnið, kælið aftur.
Setjið í rjómasprautu poka og fyllið lítil glös og kælið þar til bera á fram.
Auglýsing