Munngælur eru auðvitað gjöf, maður er að veita munngælur, gefa tott … Sumum finnst ekkert sérlega gaman að gefa slíka gjöf á meðan aðrir njóta hennar í botn. En kannski þarf maður bara að koma sér í gírinn og líta á það sem geggjaða upplifun að sjá bólfélagann engjast um í alsælu, vitandi það að maður hafi komið honum í hæstu hæðir. Kíkjum á nokkur tæknileg atriði sem geta nýst báðum aðilum við að hafa gaman þegar munngælur eru annars vegar.
Vertu undirbúin/n/ð
Hljómar kannski ekki spennandi en það er samt gott fyrir báða aðila að vita hvað hinum finnst gott og hvað ekki, er eitthvað sem er algjört nó-nó og má ekki gera? Það má líka ræða hvað manni fannst gott síðast og svo er í góðu lagi að horfa á bláa mynd saman til að fá hugmyndir, til dæmis að því hvaða kynlífstæki mann langar að nota og svo framvegis.
Stríddu með kossum og notaðu hendurnar um leið
Það byggir upp eftirvæntinguna að kyssa bólfélagann til dæmis á innanverð lærin eða í kringum kynfærin. Eða færa sig upp og niður eftir líkamanum og kyssa létt hér og þar. Það er líka um að gera að láta hendur og varir vinna saman.
Notaðu allan líkamann
Prófaðu að nudda lærin á bólfélaganum eða nudda líkama þínum upp við hans. Þú getur rennt fingurnöglunum eftir bakinu á honum, látið hárið á þér koma við magann á honum … Möguleikarnir eru endalausir í rauninni. Það getur verið geggjað æsandi að láta örva sig svona áður en vörum og tungum er blandað í leikinn.
Rektu nefið inn
Eitt af því sem margir átta sig ekki á er þáttur nefsins í þessu öllu saman. Það getur verið geggjað fyrir þann sem þiggur munngælurnar að finna nefið á bólfélaganum nuddast upp við kynfærin. Nefbroddurinn hefur svala viðkomu (ég þori að veðja að þú prófaðir að koma við hann rétt í þessu) og það er um að gera að notfæra sér það. Nefið getur nefnilega gert alls konar skemmtilegt annað en bara finna lykt!
„Þótt svarið sé kannski: „Nei, ég vil frekar … “ þarf það ekki að þýða að þú sért ekki að gera góða hluti, það þýðir bara að bólfélaganum finnst eitthvað annað betra.“
Þetta er brot úr lengri grein sem aðgengileg er á vef Birtings.