KVENNABLAÐIÐ

Hæfileikaríkar og listrænar mæðgur

Mæðgurnar Embla Wigum og Margrét Kristín Sigurðardóttir eru báðar einstaklega hæfileikaríkar á sínu sviði. Embla er 23 ára förðunarfræðingur, sem nú er búsett í London í Bretlandi. Embla hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir förðunarmyndbönd sín og er í fullu starfi sem samfélagsmiðlastjarna, aðallega á TikTok. Þar er hún með stærsta fylgjendahóp sinn um 1,7 milljón manns og er líklega vinsælasti Íslendingurinn á þeim samfélagsmiðli.

Myndbönd hennar fá mörg hver yfir fimm milljóna áhorf og 20 milljóna áhorf eru á vinsælasta myndbandinu hennar þar. Nýlega birti hún myndband innblásið af sýningu móður hennar DAY 3578 sem er nýtt ævintýranlegt tónleikhúsverk byggt á tónlist Fabúlu. Um er að ræða tónlist frá öllum hennar ferli, allt frá fyrstu plötu sem gefin var út 1996 til óútgefinna nýrra verka.

2-Embla2

Margrét Kristín er 59 ára, hún tók sér listamannsnafnið Fabúla og gaf út plötuna Cut My Strings 1996. Margrét lærði á píanó og einnig trommur hjá Gunnlaugi Briem, lærði leiklist í Noregi, hljómfræði í Bretlandi og jassöng og píanóleik við FÍH. Margrét hefur verið tilnefnd til tónlistarverðlauna, tekið þátt í Söngvakeppninni og fleira.

2-Fabula

Í viðtali við Mbl sagði Embla um samband þeirra mæðgna: „Við höfum alltaf verið rosalega nánar og góðar vinkonur, erum mjög svipaðar á marga vegu en líka ólíkar á sumum stöðum. En það er alltaf mjög gaman hjá okkur og mikið hlegið, eins og í allri fjölskyldunni líka. Við erum með rosa mikinn mæðgna og fjölskyldu einkahúmor sem mér þykir mjög vænt um.“

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi – Prófaðu frítt í 7 daga

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!