KVENNABLAÐIÐ

Allt kraumar á Hvolsvelli: Sýnishorn úr Þroti

Glæný stikla úr kvikmyndinni Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar var afhjúpuð nýverið ásamt plakati og frumsýningardegi. Þrot er sakamáladrama og verður frumsýnd hér á landi 20. júlí næstkomandi.

Grunsamlegt andlát skekur smábæjarsamfélagið á Hvolsvelli og líf einmana sendilsins Rögnu er umturnað þegar hálfbróðir hennar, Júlíus, hverfur í kjölfar atviksins. Gömul sár spretta upp og verða að nýjum en þegar hin uppreisnargjarna Arna flækist í atburðarásina er ljóst að eitthvað ógnvægilegt kraumar undir yfirborðinu. Þá reynir á fjölskylduböndin, lífsgildin og tryggðina sem aldrei fyrr enda verður kaldur sannleikurinn þyrnum stráður, jafnvel lífshættulegur.

Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Crown Wood International Film Festival ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi.

Þetta er fyrsta kvikmynd Heimis í fullri lengd en hann skrifaði einnig handritið. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar.

Þetta er fyrsta kvikmynd Heimis í fullri lengd en hann skrifaði einnig handritið. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar.

Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson, Tómas Geir Howser og Guðrún S. Gísladóttir.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!