KVENNABLAÐIÐ

„Maður byggir ekki eigin hamingju á óhamingju annarra“

Vítalía Lazareva varð þjóðþekkt á einum degi í janúar síðastliðnum þegar hún kom fram í viðtali í hlaðvarpinu Eigin konur og sagði frá reynslu sinni þar sem þjóðþekktir menn brutu á henni kynferðislega. Vítalía segir að vissulega hafi þetta tekið á en hún horfi þó björtum augum fram á veginn. Hún stundar nám í matvælafræði við Háskóla Íslands og er sjálf dugleg að baka alls konar góðgæti og elda mat. Í sumar ætlar Vítalía að dvelja á Ítalíu og hún segir það án efa verða gaman en það verði auk þess gott að skipta aðeins um umhverfi.

Mótaðist hratt og mikið á stuttum tíma

Vítalía segir að þótt nú sé nokkuð um liðið líði henni eins og þetta sé nýbúið að gerast. Hún viti líka að einn daginn eigi hún eftir að þurfa að mæta þessum mönnum, enda landið lítið. „Á sama tíma og ég geri mér grein fyrir því að það muni gerast átta ég mig líka á því að ég er ekki tilbúin fyrir það. Um daginn fannst mér ég sjá einn af þessum mönnum og ég fékk bara líkamleg einkenni; byrjaði að svitna og ofanda og fékk bara hálfgert kvíðakast. Síðan var þetta ekki hann. En ég veit að ég er alls ekki búin að jafna mig þótt mér líði að vissu leyti betur en fyrir nokkrum mánuðum síðan.“

Þótt þetta hafi reynt á segist Vítalía vissulega hafa gengið í gegnum mikið þroskaferli með þessu öllu saman. „Ég mótaðist mjög mikið og hratt á stuttum tíma. Í dag veit ég klárlega hvað ég vil og hvað ekki. Svo veit ég líka fyrir hvað ég vil standa og að ég vil aldrei falla í sömu gryfjuna aftur. Maður byggir ekki eigin hamingju á óhamingju annarra.“

 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi – Prófaðu frítt í 7 daga

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!