Sumir vilja helst borða banana sem eru vel grænir og harðir, aðrir kunna vel að meta banana sem eru brúnir og mjúkir. Síðan eru þeir sem vilja helst borða banana sem eru komnir með brúna bletti. Það eru einmitt bananar með brúna bletti sem geta haft töluverð áhrif á líkamann en bananar á öðrum þroskastigum geta einnig haft töluverð áhrif á líkamann.
Það eru þó jákvæð áhrif sem verið er að tala um og eiga þau við ef fólk borðar að minnsta kosti tvo banana með brúnum blettum daglega.
Það vinnur gegn stressi
B-vítamín í bönunum vinnur á móti stressi en bananar innihalda mikið magn B-vítamíns samkvæmt því sem fram kemur í þessari grein.
Það vinnur gegn astma.
Það er ekki slæm hugmynd að gefa börnum banana að borða daglega. Auk þess að vera hollir og fullir af vítamínum hafa vísindamenn einnig komist að því að börn sem borða banana daglega eru 34 prósent síður líkleg til að fá astma.
Það dregur úr fyrirtíðarspennu.
Bananar innihalda mikið af B6-vítamíni og járni og það getur hjálpað til við að draga úr sumum einkennum fyrirtíðarspennu en sumar konur finna til dæmis fyrir skapsveiflum þegar líður að blæðingum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geta bananar hjálpað til við að draga úr þessum einkennum.
Þeir eru sannkölluð orkusprauta.
Ef þig vantar orku í einum grænum þá eru bananar málið. Þeir innihalda þrjár náttúrulegar tegundir sykurs og mikið af trefjum. Tveir bananar geta hjálpað þér að komast í gegnum 90 mínútna erfiða líkamsrækt.
Þeir eru góðir fyrir magann.
Þjáist þú stundum af hægðatregðu eða niðurgangi?
Þá getur verið gott að borða banana vegna hins mikla trefjainnihalds þeirra og kalsíums en þessi efni geta hjálpað til við að koma jafnvægi á starfsemi magans segja vísindamenn.
Þeir vinna gegn þunglyndi.
Samkvæmt þessari grein geta bananar hjálpað fólki við að komast hraðar í gegnum erfiðan tíma þunglyndis því þeir innihalda mikið af amínósýrunni tryptofan sem líkaminn breytir í serótónín en það er gagnlegt meltingarhormón. Þeir lækna ekki þunglyndi en geta hjálpað líkamanum að takast á við sum einkenni þess.