KVENNABLAÐIÐ

Þórey vaknaði upp á geðdeild: „Ég var orðin svo hrædd við hann“

„Ég var orðin svo hrædd við hann og endaði í geðrofi, efn­in löngu búin að svíkja mig og lík­am­inn að gefa sig,“ seg­ir Þórey Aðalsteinsdóttir, 27 ára Reykvíkingur, um neyslu sína og kynferðisofbeldið sem hún varð fyrir í sambandinu.

Þórey ræðir erfiðleika sína í hlaðvarpsþættinum  Sterk sam­an. Hún segir frá því að hún hafi verið reiður unglingur og hafi fljótlega leiðst út í félagsskap krakka sem drukku. „Ég byrjaði að drekka hverja helgi tólf ára göm­ul. Ég varð mjög erfið og var hótað með Stuðlum, fóstri og öðru en var fljót að sjá að það voru inn­an­tóm­ar hót­an­ir,“ segir Þórey.

Tím­inn leið, Þórey flosnaði upp úr námi og var kom­in í dag­lega neyslu fíkniefna þegar for­eldr­ar henn­ar settu henni úr­slita­kosti. Þórey skyldi fara í meðferð ella yfirgefa æskuheimilið. Um tvítugt byrjaði hún samband við strák sem var að losna úr fangelsi.

„Þetta fannst mér rosa­lega spenn­andi og eitt­hvað mjög heill­andi við hans per­sónu­leika. Hann kom edrú heim úr fang­els­inu og ég laug að hon­um að ég væri edrú, ég var hvort sem er að ljúga að öll­um,“ seg­ir Þórey en það tekur augljóslega á hana að segja frá sambandinu og ofbeldinu sem hún þurfti þar að þola. „Ég var ekki bara fangi efn­anna held­ur líka fangi þessa sam­bands.“

Í dag hef­ur Þórey verið án allra vímu­efna í tæp fjög­ur ár og aldrei liðið bet­ur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!