Erpur á það til að hneyksla fólk og rífa kjaft. Í þættinum segist hann hins vegar hafa fengið en í raun menningarlegt uppeldi þar sem lesnar bækur fyrir hann og lögð áhersla á andlegan auð. Sjálfur vill Erpur leggja sig fram um að vera betri maður og biður íslenskuþjóðina um að örvænta ekki því Erpur muni snúa aftur á djammið.
Erpur segir alla vini sína vera alkóhólista – helmingur virkur og hinn helmingurinn óvirkur. Hann telur það þó ekki endilega eiga við hann sjálfan, edrúmennskan nú snúist meira um drungalega fyrstu mánuði ársins. „Það er D-vítamínskortur, maður er þreyttari og pirraðri en fólk þarf ekkert að fara að hengja sig eða éta einhver pilluspjöld, þetta er bara D-vítamínskortur.“