Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, vill banna notkun nagladekkja hér á landi. Leiðin til að minnka notkunina sé að rukka notendur um sérstakt gjald.
Sigurborg leggur þetta til á Twitter þar sem hún segir:
„Heilsa fólks bíður skaða af. Bíll á nagladekkjum mengar 40x meira en bíll á hefðbundnum dekkjum. Það bitnar á öllu fólki sem býr í þéttbýli. Ungabörnum, börnum á leið í skóla, unglingum og fullorðnum,“ segir hún.
Sigurborg vonast til þess að ríkisstjórnin fari fram með lagabreytingu þessa efnis. „Kæra ríkisstjórn, vinsamlegast standið vörð um heilsu fólks og gefið sveitarfélögum heimild til að rukka fyrir notkun nagladekkja. Þetta virkar til dæmis gríðarlega vel í Noregi þar sem notkun nagladekkja hefur minnkað verulega. Slysatíðni jókst hinsvegar ekki,“ segir Sigurborg og heldur áfram:
„Þú kaupir einfaldlega passa ef þú ætlar að aka á nagladekkjum í þéttbýli. Árspassa, vikupassa eða dagspassa. Stoppar bara á næstu bensínstöð og málið leyst. Við erum búin að vera að berjast fyrir þessari heimild í mörg ár. Það er löngu kominn tími á þetta.“