KVENNABLAÐIÐ

Frosti farinn í leyfi: „Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína“

Frosti Logason, fjölmiðlamaður á Stöð 2, er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Sýn. Leyfið er ótímabundið og óljóst hvenær eða hvort hann snýr þar aftur til starfa. Þórhallur Gunnarsson segir jafnframt óljóst hvort uppsögn Frosta sé yfirvofandi.

Í samtali við Morgunblaðið staðfesti Þórhallur að Frosti væri kominn í ótímabundið leyfi. Sá síðarnefndi hefur stigið fram og viðurkennd ofbeldi í garð fyrrverandi kærustu sinni og óskaði Frosti sjálfur eftir því að fara í leyfi.

Sjá einnig: Frosti fjölmiðlastjarna játar ofbeldi gegn Eddu: „Ég biðst innilegrar afsökunar”

Frosti játar í gærkvöldi á sig ofbeldishegðun gegn fyrrverandi kærustu sinni, Eddu Pétursdóttur. Þá birti hann yfirlýsingu á Facebook þar sem hann baðst innilegrar afsökunar og segist ekki hafa verið á góðum stað í lífinu þegar ofbeldið átti sér stað. Frosti segist jafnframt hafa leitað sér hjálpar.

„Ég var svo hrædd við að segja frá því að á sínum tíma var gert lítið úr þessu og hann þar að auki frekar þekktur maður,” segir Edda sem óttaðist Frosta í tæpan áratug.

Sjá einnig: Kærasti Eddu hótaði að birta nektarmyndböndin: „Ég var svo hrædd við að segja frá því að á sínum tíma var gert lítið úr þessu og hann þar að auki frekar þekktur maður”

Edda bjó við stöðugan ótta í nærri áratug vegna ítrekaðra hótana um að kynferðislegum myndböndum af henni yrði dreift. Myndböndin tók Frosti upp án hennar vitundar en þau voru í fjarsambandi og hittust reglulega á Skype. „Við gerðum ýmislegt á Skype. Það sem ég vissi ekki var að hann tók upp kynferðisleg myndbönd af mér og geymdi þau,“ segir hún.

Frosti var ekki nafngreindur af Eddu en hann gengst sjálfur við gjörðum sínum í áðurnefndri yfirlýsingu í gær sem birtist í heild sinni hér fyrir neðan.

 

„Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni.
Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar. Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir.
Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun.
Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!