KVENNABLAÐIÐ

Tatjana afhjúpar grímulausa útlendingaandúð hér á landi: „Pælið í því!“

Tatjana Latinovic. sem á rætur sínar að rekja til Króatíu, opinberar það sem hún kallar grímulausa fyrirlitningu í garð útlendinga sem hér setjast að. Hún spyr hvar sé eiginlega jafnréttið sem alltaf er verið að tala um hér á landi.

Tatjana ritar um fyrirlitninguna færslu á Facebook þar sem hún birir samskipti sem afhjúpar fyrirlitningu í garð þeirra sem eru af erlendum uppruna á Íslandi. Þó tilvikið sem hún birtir hafi ekki verið beint að henni sjálfri í þetta sinn segist hún ítrekað hafa sjálf upplifað svipað viðhorf frá Íslendingum.

Tatjana segir þetta aðeins eitt dæmi af fjölmörgum þar sem útlendingaandúð birtist hér á landi.

„Þessi grímulausa fyrirlitning blasti við mér þegar ég opnaði Facebook í morgun. Einstaklega afhjúpandi og lýsir viðhorfum sem við öll sem erum af erlendum uppruna og höfum þorað að láta í okkur heyra þurfum að kljást við. Pælið í því,“ segir Tatjana og bætir við:

„Þið getið eflaust fundið hvar þessi umræða er að eiga sér stað, ég er ekki að blanda persónum og leikendum hér í minni færslu en bendi bara á þetta er staðan. Hvar er jafnrétti í þessu?“

„Fjölmargir tjá sig undir færsluna og blása Tatjönu baráttuanda í brjóst. Nína nokkur er ein þeirra. Þetta er svo svívirðilegt – mér liggur við að banka upp á hjá þessu fólki og taka smá samtal. Ef þau segja þetta blákalt þá hlýtur að mega birta nöfnin þeirra líka!,“ segir Nína.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!