KVENNABLAÐIÐ

MYNDIR – Einkafundur Elizu Reid forsetafrúar í Hvíta húsinu: „Spennandi fundur framundan!“

Eliza Reid, for­seta­frú Ís­lands, átti einkafund í Hvíta húsinu í gær með Joe Biden bandaríkjaforseta og Jill Biden forsetafrú. Eliza er stödd í Washington DC og mun þar taka þátt í lankynningarhátíðinni Taste of Iceland sem hefst á morgun og stendur framyfir helgina.

„Spennandi fundur framundan!,“ sagði Eliza í færslu á Facebook þegar stutt var í fund hennar með bandarísku forsetahjónunum. Tilefni fundarins var viðburður í Hvíta húsinu tengdur jafnlaunadeginum þar í landi. Íslenska forsetafrúin fór yfir stefnu Íslands í jafnréttismálum og aðgerðir hér heima til að uppræta launamun kynjanna.

Eftir fundinn hafði Eliza þetta að segja:

„Fyrr í dag hitti ég forsetafrú Bandaríkjanna, dr. Jill Biden, í Hvíta húsinu. Tilefnið var kvennasögumánuður og viðburður í Hvíta húsinu sem ég mun greina betur frá á morgun. Ég hitti einnig eiginmann dr. Biden, Joe Biden. Við ræddum mikilvægi kynjajafnréttis, kvenfyrirmynda og þess að vera góðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir.“

eliza2
Það fór greinilega vel á með Elizu og bandarísku forsetahjónunum.
eliza3
eliza4

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!