Hráefni:
- 4 msk sesamolía
- 1/2 dl panko brauðrasp
- 1/2 dl sesamfræ
- rauðar chilliflögur
- 2 msk saxaður vorlaukur
- 1 dl sojasósa
- 1/2 dl hunang
- 3 msk hrísgrjónaedik
- 1 gúrka, skorin í þunnar sneiðar
- 500 gr kjúklingabringur eða úrbeinuð læri, skorið í bita
- 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- svartur pipar
- 2 msk maíssterkja
- 3 cm engiferbútur, rifinn niður
- 2 rauðar paprikur skornar í strimla
- soðin hvít hrísgrjón
Aðferð:
1. Hitið 1 msk sesamolíu á pönnu ásamt panko rasp, sesamfræjum og chilliflögum. Leyfið þessu að ristast í 3-4 mín. Takið af pönnunni og leggið á disk. Saltið örlítið og geymið þar til síðar.
2. Blandið saman í skál sojasósu, hunangi, hrísgrjónaediki og 1 msk sesamolíu.
3. Setjið gúrkusneiðarnar í skál og hellið 1/4 af sósunni yfir. Blandið þessu vel saman ásamt smá chilliflögum. Leyfið þessu að standa.
4. Setjið kjúklinginn í skál ásamt maíssterkju og svörtum pipar. Blandið vel saman.
5. Þurrkið pönnuna með eldhúspappír. Hitið næst 2 msk sesamolíu á pönnunni og steikið kjúklinginn í um 5 mín, eða þar til hann verður fallega gylltur. Bætið þá papriku, hvítlauk, engifer á pönnuna og steikið áfram í 2-3 mín. Hellið þá sósunni yfir allt saman og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í um 5 mín eða þar til sósan fer að þykkna.
6. Berið fram í skál með grjónum og toppið með sesam-raspinum og gúrkunum.