KVENNABLAÐIÐ

Ótrúlega bragðgóður kjúklingur í karrý-kókos

Auglýsing

Hráefni:

  • 3 msk ólívuolía eða kókosolía
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í bita
  • 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 msk engifer rifið niður
  • 2 tsk karrý
  • 3 msk rautt karrý mauk
  • 2 tsk malað kóríander
  • 1 rauð paprika skorin í ræmur
  • 500 gr kjúklingabringur eða úrbeinuð kjúklingalæri skorin í bita
  • sjávarsalt og pipar
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 msk lime safi
  • 1 msk púðursykur
  • 2 tsk fiskisósa
  • 1/2 dl saxað ferskt kóríander eða fersk basilika
  • Saxaðar hnetur (má sleppa)

Aðferð:

1. Hitið 2 msk af olíu á stórri pönnu. Steikið rauðlaukinn í 3-5 mín eða þar til hann fer að gyllast. Bætið þá hvítlauk og engifer saman við. Lækkið hitann örlítið. Setjið þá karrý, rautt karrý mauk og malað kóríander á pönnuna og hrærið þetta vel saman í um 2-3 min.

2. Hækkið aftur hitann á pönnunni og setjið 1 msk olíu saman við ásamt papriku. Leyfið þessu að hitna í um 1-2 mín en þá fer kjúklingurinn útá ásamt salti og pipar. Steikið í um 4-5 mín eða þar til kjúklingurinn fer að taka á sig gylltan lit. Hellið þá kókosmjólk, lime safa saman við ásamt púðursykri og fiskisósu.

Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði. Toppið með ferskum kóríander eða basilku og söxuðum hnetum (má sleppa)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!