Hráefni:
½ kíló spaghetti (1 pakki)
½ kíló risarækjur
4 matskeiðar smjör
250 ml rjómi
5 matskeiðar rifinn parmesan
1 matskeið kraminn hvítlaukur
2 matskeiðar söxuð steinselja (má sleppa)
1/2 sítróna – notið safann og börkinn
salt og pipar
1/2 teningur fiskikraftur
Aðferð:
1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.
2. Steikið rækjurnar á pönnu í 2 mín, bætið síðan hvítlauk og smjöri á pönnuna. Leyfið þessu að malla í smástund.
3. Bætið síðan rifna parmesanostinum við ásamt rjóma, fiskikraft, sítrónusafanaum og berkinum. Smá salt og pipar eftir smekk.Leyfið þessu að malla áfram í nokkrar mínútur.
4. Allra síðast fer soðna pastað út á pönnuna og blandað vel saman. Skreytið með steinselju og vel af parmesan.