KVENNABLAÐIÐ

Rjómalagaðar dijon kjúklingabringur og kartöflur

Auglýsing

Hráefni:

  • 3 kjúklingabringur
  • 2 tsk ítalskt krydd
  • salt og pipar eftir smekk
  • 2 msk smjör
  • 3 msk ólívuolía
  • 250 gr kartöflur,skornar til helminga

Dijon rjómasósa:

  • 1 msk smjör
  • 1 tsk rifinn hvítlaukur
  • 2 1/2 dl kjúklingasoð
  • 2 msk dijon sinnep
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk svartur pipar

Aðferð:

1. Setjið kjúklingabringurnar í skál ásamt 1 msk ólívuolíu, salti, pipar og ítölsku kryddi. Blandið þessu vel saman. Gerið það sama við kartöflurnar í annarri skál.

2. Hitið 1 msk smjör ásamt 1 msk ólívuolíu á stórri pönnu (sem má fara inn í ofn). Setjið kjúklingabringurnar á helminginn af pönnunni og kartöflurnar á hinn helminginn.Steikið þetta í 3-4 mín, snúið þá bringunum við og steikið áfram í 3-4 mín. Hrærið einnig reglulega í kartöflunum. Færið þetta næst yfir á disk eða fat.

3. Notið sömu pönnu, hitið 1 msk af smjöri og steikið hvítlauk í 1 mín. Hrærið þá kjúklingasoðinu saman við ásamt dijon sinnepi. Næst fer rjóminn útá ásamt salti og pipar. Leyfið þessu að malla í 2 mín. Færið þá kjúklinginn og kartöflurnar aftur á pönnuna og pannan fer inn í 180 gráðu heitann ofn í 15-20 mín. Berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!