KVENNABLAÐIÐ

Ótrúlega bragðgóður Cashew kjúklingaréttur

Auglýsing

Hráefni fyrir kjúklinginn:

  • 3-4 kjúklingabringur skornar í hæfilega munnbita
  • 1 tsk sesam olía
  • 1/4 tsk matarsódi
  • 1 tsk svartur pipar
  • 1/2 msk maissterkja

Sósan:

  • 1/2 dl kjúlingasoð
  • 1.5 msk sojasósa
  • 1 tsk sykur
  • 1 msk hrísgrjónaedik
  • 1 msk hoisin sósa
  • 1 tsk Sriracha sósa eða önnur chillisósa
  • 1 msk ostrusósa
  • smá svartur pipar
  • 1 msk tómatsósa

Til viðbótar:

  • 1 msk sesam olía
  • 1 msk ólívuolía
  • 1 tsk engifer rifið niður
  • 1 msk hvítlaukur rifinn niður
  • 1 laukur skorinn smátt
  • 1/2-1 dl cashew hnetur
  • 2 msk saxaður vorlaukur
  • Sesamfræ

Aðferð:

1. Blandið saman í skál öllum hráefnum fyrir sósuna. Leggið til hliðar.

2. Setjið kjúklingabitana í aðra skál. Blandið hráefnum fyrir kjúklinginn saman við og blandið vel. Leggið til hliðar.

3. Hitið 1 msk ólívuolíu og 1 msk sesamolíu á pönnu. Þegar olían er orðin vel heit þá snögg steikjum við kjúklinginn þar til hann er eldaður í gegn. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið hann til hliðar. Notið sömu pönnu og steikið engifer, hvítlauk og vorlauk. Steikið þar til þetta fer að mýkjast.

4. Bætið næst sósunni á pönnuna og leyfið henni að malla stutta stund eða þar til hún fer að þykkna örlítið. Þá fer kjúklingurinn saman við og öllu blandað vel saman. Salt eftir smekk. Síðast fara hneturnar, vorlaukurinn og sesamfræ á pönnuna. Borið fram strax með hrísgrjónum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!