Hráefni:
- 2 1/2 dl volg mjólk
- 1 msk hunang
- 2 egg, hrærð létt saman með gaffli
- 2 msk smjör, bráðið
- 500 gr hveiti
- 2 1/4 tsk þurrger
- 1/2 tsk sjávarsalt
- 4 -5 dl rifinn cheddar
- 1 msk saxað ferskt timjan eða 2 tsk þurrkað
- 1 tsk hvítlaukssalt
- 1/2 tsk malaðar chilliflögur
- 1/2 – 1 dl grænt pestó
Aðferð:
1. Setjið mjólk, hunang, egg, smjör, 450 gr hveiti, ger og salt í hrærivélarskál. Notið deighnoðara-krókinn og látið vélina hnoða þessu vel saman í 4-5 mín eða þar til úr verður deig. Ef deigið er blautt og klístrað má bæta meira hveiti saman við og hnoða áfram.
2. Leggið plastfilmu yfir skálina og leyfið þessu að hefast við stofuhita í að minnsta kosti 1 klst. Deigið ætti þá að hafa tvöfaldast.
3. Á meðan deigið er að hefast er gott að útbúa fyllinguna. Setjið cheddar, timjan, hvítlaukssalt og chilliflögur saman í skál og blandið þessu vel saman.
4. Hitið ofninn í 180 gr og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
5. Dreifið smá hveiti undir deigið á vinnuborðið og fletjið það út í c.a. 40 x 25 cm. Smyrjið pestóinu jafnt yfir deigið og dreifið næst cehddar-blöndunni yfir. Þrýstið ostinum létt niður í deigið áður en þessu er rúllað varlega upp í þétta rúllu. Skerið rúlluna niður í 12 sneiðar. Takið eldfast mót og raðið snúðunum í mótið. Leggið plastfilmu yfir og leyfið þessu að hefast í 20-30 mín.
6. Bakið þetta í 20-25 mín. Berjið fram beint úr ofninum og njótið.