KVENNABLAÐIÐ

Rækjur í pylsubrauði með hvítlaukssósu

Auglýsing

Hráefni:

  • 500 gr rækjur
  • 6-8 pylsubrauð, smurð með smjöri og létt ristuð í ofni
  • salt og pipar

Sósan:

  • 5 msk majónes
  • safinn úr 1/4 sítrónu
  • 1-2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • sjávarsalt og pipar
  • saxaður graslaukur (má sleppa)
  • smjör til steikingar

Aðferð:

1. Steikið rækurnar létt á pönnu uppúr smjöri og kryddið til með salti og pipar. Hitið pylsubrauðin í ofni.

2. Hrærið vel saman öll hráefnin í sósuna.

3. Blandið rækjunum saman við sósuna og blandið vel. Setjið í pylsubrauðin og berið fram strax . Hér má leika sér með sín uppáhaldshráefni og bæta á pylsubrauðin, eins og tómata, kál eða hvað sem er.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!