Þessa einföldu morgunverði er auðvelt að búa til nokkra daga fram í tímann. Þeir geymast í kæli í 2-3 daga í vel lokuðum krukkum. Notið alltaf vel hreinar krukkur.
Blandið saman í krukku eftirfarandi: (Takið eftir að þið hafið val um að breyta uppskriftinni að vild með því að breyta og bæta við eftir smekk.)
1/4 bolli haframjöl
1/3 bolli kúamjólk eða /möndlumjólk/haframjólk eða hnetumjólk, allt eftir smekk.
1/4 bolli Grísk jógúrt
2 tsk Chia fræ
1 msk kókosflögur grófar eða muldar hnetur að eigin vali
1 tsk hunang, agave eða annað smá sætt ef þurfa þykir
1/4 bolli ávextir t.d. brytjuð, epli eða mangó/perur/bananar eða ber, hindber, bláber, brómber, skorin jarðarber. (Ath! Bananar geymast verst)
Stundum er gott að setja smá kanil með t.d. ef þú hefur valið epli eða perur í krukkuna.
Hristið saman,lokið krukkunni vel og inn í ísskáp og þá býður þín sigurvegaramorgunmatur í fyrramálið!
Heimild: yummy.com