Stundum er ekkert betra en súkkulaðimús…og það þarf ekki að vera flókið að búa hana til. Þessi uppskrift er svo einföld og auðveld í framkvæmd að þú munt gera þessa aftur og aftur…og það besta er að það þarf ekki að bíða tímunum saman eftir að hún verði tilbúin…það má borða hana næstum strax…
Takk Nigella fyrir að gera lífið einfaldara…
Inniheldur:
150 gr míní sykurpúðar
50 gr mjúkt smjör
250 gr dökkt súkkulaði allavega 70%, skorið í bita.
60 ml nýsoðið vatn úr katlinum.
284 ml rjómi
1 tsk vanilludropar
Aðferð:
Setjið sykurpúða, súkkulaði, vatn og smjör saman í pott og bræðið saman á vægum hita.
Þeytið saman rjómann og vanilludropana og blandið saman við volga… EKKI sjóðheita súkkulaðiblönduna þar til allt hefur samlagast vel.
Setjið í fjögur glös eða form og kælið! Einfaldara verður það ekki. Það er ekki verra að skella smá rjóma ofan á…
Þessi uppskrift er frá eldhúsdívunni Nigellu Lawson.