Við vitum að þó við verður yfir okkur ástfangin þýðir það ekki endilega að fólk verði hamingjusamt saman til æviloka. Ástartryllingur þarf ekki endilega að haldast í hendur við gott eiginmannsefni og oft eru bestu kærastarnir jafnvel verstir til langtíma sambúðar. Sum stjörnumerkin eru betur til þess fallin að vera í langtímasambandi og hérna ætlum við að kíkja á bestu karlmannsefnin samkvæmt stjörnumerkjunum! (HÉR má sjá konurnar)
Krabbinn og meyjan
Krabbamaðurinn er mjög duglegur heima við – að skapa fallegt heimilislíf með maka sínum og fjölskyldu. Þeir oftast elska makann og börnin meira en allt og sumir eru bestu kokkar sem fyrirfinnast.
Meyjan er líka afskaplega „heimilisvæn” – giftist þú manni í því merki máttu búast við mjög hreinu og skipulögðu heimili. Hann elskar að halda öllu hreinu og þó hann kvarti yfir því að þú sért ekki jafn hreinleg/ur og hann, finnst honum ekkert mál að halda öllu skipulögðu og hreinu.
Steingeitin og nautið
Þeir sem sjá hvað best fyrir þér og fjölskyldunni eru í steingeitar- og nautsmerkinu, þrátt fyrir að steingeitin geti átt það til að taka framann og starfið fram yfir tíma með þér…
Ljónið og sporðdrekinn
Bæði merkin vilja ólm hjálpa þér að ná þínum markmiðum og eru mjög áreiðanlegir og hliðhollir makar. Þrátt fyrir það vilja bæði þessi merki hneigjast til stjórnsemi þannig að það getur verið erfitt að búa með þeim.
Vogin og fiskurinn
Karlmenn í vogarmerkinu eru oftast hinir „fullkomnu” makar og þeir hugsa oftast um jafnrétti ofar öllu. Makinn er félagi, elskhugi og allt sem hann vill er að hjónabandið/sambandið gangi upp. Hann kann að setja þig og þína hagsmuni í fyrsta sætið þar sem sambönd hjá honum eru heilög. Hið sama á reyndar við um fiskamanninn þar sem hann á til að vera (jafnvel) undirgefinn. Ef þú giftist fiski mun þig aldrei skorta ást, umhyggju, rómantík eða tilfinningalegan stuðning. Ekki gera samt ráð fyrir að hann sjái um öll praktísk atriði eða að taka ábyrgð á öllu….það mun líklega falla á þínar herðar.
Ekki jafn góð eiginmannsefni…en mjög skemmtilegir kærastar!
Sért þú að hitta tvíbura, vatnsbera, hrút eða bogmann eru þeir frábærir, en kannski ekki til langtíma sambands. Þeir meta frelsi ofar öllu og eru oftast of eirðarlausir til að binda sig. Þrátt fyrir það eru þeir oftast eftirsóttir kærastar þar sem það er svo mikið líf í kringum þá og þeir eru oftast skemmtilegir, klárir og fyndnir!