KVENNABLAÐIÐ

Frittata – Freistandi bollakökur með eggjum, spínati og bráðnum osti

Eggjakakan sem á að fara á brunchborðið þarf ekki alltaf að vera pönnusteikt. Reyndar er algjör draumur að þeyta eggjaköku, skera niður grænmeti og með smávægilegri mjólkurlögg – salti og pipar til bragðauka, pylsum ef til vill, er hægt að framreiða mjög ljúffengar bollakökur sem eru ekki bara fallegar ásýndar heldur líka ótrúlega ljúffengar!

Egg-Muffins-2

Hér að neðan má sjá uppskrift að bollakökum; ekki þessum hefðbundnu sem bornar eru fram með glassúr og góðgæti, heldur bollakökur í hollari kantinum. Stútfullar af próteini, járni og öðrum snefilefnum sem líkaminn svo nauðsynlega þarfnast.

Egg-Muffins-4

Þú þarf heldur ekki að fylgja uppskriftinni í þaula; þreifaðu þig áfram ef þessi uppskrift freistar þín – prófaðu að sleppa pylsunum og brúnaðu beikon á pönnu í staðinn. Nema þig langi fremur í pönnusteiktan kjúkling, eða jafnvel lax! Allt er leyfilegt og það sem sjá má hér er einungis grunnuppskriftin sjálf, sem má útfæra að vild:

Uppskrift: 

5 eggjahvítur

2 heil egg

½ dl mjólk

Salt og pipar til að bragðbæta

3 grillpylsur eða aðrar pylsur að eigin vali

½ dl skorið, ferskt spínat

½ dl fínrifinn ostur

Egg-Muffins-61

Leiðbeiningar:

  1. Forhitið ofninn í 170 gráður. Steikið nú pylsurnar við miðungshita, allt þar til þær eru orðnar  vel brúnaðar. Sneiððið steiktar pylsurnar í smáa bita og setjið til hliðar.
  2. Þeytið saman eggin og eggjahvíturnar í stórri skál. Bætið svo við mjólkinni, bragðbætið með salt og pipar og hrærið smátt skornu spínatinu við.
  3. Berið nú smjör innan í sex lítil bollakökuform, líka má notast við bökunarsprey eða jafnvel bollakökuform. Hellið eggjablöndunni ofan í bollakökuformin.
  4. Deilið smátt skornum pylsunum og rifnum ostinum jafnt í öll formin.
  5. Bakið eggjabollakökuna í ca. 20 mínútur í ofni, eða allt til að bollakökurnar eru orðnar þéttar í sér að miðju. Fjarlægið úr ofninum og takið eggjakökurnar varlega úr forminu með smjörhníf. Berið fram heitar.

ATH: Þú getur geymt eggjabollakökurnar í ísskápnum í lokuðu í láti í allt að þrjá daga og endurhitað þær í örbylgjunni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!