Eggjakakan sem á að fara á brunchborðið þarf ekki alltaf að vera pönnusteikt. Reyndar er algjör draumur að þeyta eggjaköku, skera niður grænmeti og með smávægilegri mjólkurlögg – salti og pipar til bragðauka, pylsum ef til vill, er hægt að framreiða mjög ljúffengar bollakökur sem eru ekki bara fallegar ásýndar heldur líka ótrúlega ljúffengar!
Hér að neðan má sjá uppskrift að bollakökum; ekki þessum hefðbundnu sem bornar eru fram með glassúr og góðgæti, heldur bollakökur í hollari kantinum. Stútfullar af próteini, járni og öðrum snefilefnum sem líkaminn svo nauðsynlega þarfnast.
Þú þarf heldur ekki að fylgja uppskriftinni í þaula; þreifaðu þig áfram ef þessi uppskrift freistar þín – prófaðu að sleppa pylsunum og brúnaðu beikon á pönnu í staðinn. Nema þig langi fremur í pönnusteiktan kjúkling, eða jafnvel lax! Allt er leyfilegt og það sem sjá má hér er einungis grunnuppskriftin sjálf, sem má útfæra að vild:
Uppskrift:
5 eggjahvítur
2 heil egg
½ dl mjólk
Salt og pipar til að bragðbæta
3 grillpylsur eða aðrar pylsur að eigin vali
½ dl skorið, ferskt spínat
½ dl fínrifinn ostur
Leiðbeiningar:
- Forhitið ofninn í 170 gráður. Steikið nú pylsurnar við miðungshita, allt þar til þær eru orðnar vel brúnaðar. Sneiððið steiktar pylsurnar í smáa bita og setjið til hliðar.
- Þeytið saman eggin og eggjahvíturnar í stórri skál. Bætið svo við mjólkinni, bragðbætið með salt og pipar og hrærið smátt skornu spínatinu við.
- Berið nú smjör innan í sex lítil bollakökuform, líka má notast við bökunarsprey eða jafnvel bollakökuform. Hellið eggjablöndunni ofan í bollakökuformin.
- Deilið smátt skornum pylsunum og rifnum ostinum jafnt í öll formin.
- Bakið eggjabollakökuna í ca. 20 mínútur í ofni, eða allt til að bollakökurnar eru orðnar þéttar í sér að miðju. Fjarlægið úr ofninum og takið eggjakökurnar varlega úr forminu með smjörhníf. Berið fram heitar.
ATH: Þú getur geymt eggjabollakökurnar í ísskápnum í lokuðu í láti í allt að þrjá daga og endurhitað þær í örbylgjunni.