Dauðlangar þig að baka smákökur? Er tímaskorturinn farinn að koma niður á gæðastundunum í eldhúsinu? Hvað með ástríðu þeirra sem elska RITZ kex? Er einhver ROLO aðdáandi staddur í nágrenninu? Viltu prófa eitthvað algerlega nýtt?
Þessar hér er ferlega skemmtilegar. Undirbúningurinn er nær enginn, ferlið tekur u.þ.b. 10 mínútur og smákökurnar eru svo góðar, að þú þarft eflaust að fela boxið í efstu hillunni fyrir hinum fjölskyldumeðlimunum. Fínt meðlæti í barnaafmæli, góðar í saumaklúbbinn og fljótlegt góðgæti til að taka með í föstudagskaffið í vinnunni!
Í raun er þó um kexlokur að ræða; sjúklega gott RITZ kex sem hitað er í örskamma stund inni í ofni, léttbráðna ROLO súkkulaðimola og svo salta kexköku sem lokar kexlokunni. Þú dreifir bara RITZ kexi á bökunarplötu, leggur ROLO mola ofan á, hitar í örskamma stund og leggur svo annað RITZ kex ofan á.
Þetta þarftu til að gera sjúklega góðar kexlokur:
Nokkrar rúllur af ROLO súkkulaðimolum
Einn pakka af RITZ saltkexi
Eina örk af bökunarpappír
Forhitaðu ofninn í 170 gráður, leggðu bökunarpappír á ofnplötu og settu einn dísætan ROLO súkkulaðimola ofan á hverja kexkökuna af fætur annarri. Bakaðu í u.þ.b. 3 – 5 mínútur, þar til ROLO molarnir eru orðnir mjúkir (alls ekki bræða molana) og taktu svo út úr plötuna út úr ofninum.
Settu aðra kexköku samstundis ofan á mjúka ROLO molana, þrýstu létt á kexlokuna og leyfðu kexlokunum að kólna alveg, áður en þú að lokum setur guðdóminn í loftþétt kökubox og felur í efstu hillu þar til bera á sælgætið fram.
Verði ykkur að góðu!
Uppskrift: Lick The Bowl Good