KVENNABLAÐIÐ

Merki um að þú sért í hamingjusömu sambandi

Ef þú ert með manneskjunni sem þá átt að vera með, þá ættir þú að vita að það eru jákvæðar tilfinningar sem maður upplifir í sambandinu. Maki þinn ætti að láta þér líða sem einstakri og fallegri konu alla daga. Hann á að hjálpa þér að verða hamingjusamari en þú hélst að þú gætir nokkru sinni orðið.

Hér er listi af tilfinningum sem þú átt að upplifa í sambandi.

1. Ró
Innri ró er ein af þessum tilfinningum sem fólk upplifir sem er í hamingjusömu sambandi. Þér ætti að líða nógu vel til að þú segir maka þínum allt og deilir öllu með honum. Þú ættir að geta hlegið með honum og einnig rætt helstu áhyggjur þínar og líðan. Þetta er ekki bara maki þinn heldur besti vinur líka.

2. Staðfesta
Lætur maki þinn þér líða þannig að þú getir allt sem þú tekur þér fyrir hendur? Þannig á þér að líða með honum. Hann á að hvetja þig áfram til að þú náir markmiðum þínum og látir drauma þína rætast. Þú átt að vera eins heilbrigð og þú getur verið, eins hamingjusöm og þú getur verið og náð eins langt í lífinu og þú getur. Hann á að hjálpa þér í þinni vegferð og láta þér líða eins og þú getir allt sem þú vilt.

3. Öryggi
Þú átt aldrei að vera hrædd við maka þinn. Það er eðlilegt að þú sért áhyggjufull um að hann verði reiður ef þú t.d. lýgur að honum en þú átt aldrei að óttast að hann lemji þig. Þá er eitthvað stórkostlegt að. Þú átt aldrei að láta neinn komast upp með ofbeldi.

4. Ástríða
Þú átt að vera spennt að vera í faðmi hans. Þú átt að finna fyrir vellíðan og ástríðu þegar þið kyssist og snertið líkama hvors annars. Í heilbrigðu sambandi slokknar ekki á ástríðu. Hún getur verið mismikil og á góða daga og slæma en aldrei slokknuð.

5. Trú
Þú átt ekki að óttast það að sambandið sé búið á næstunni. Þú átt að hafa þá trú að ef vandamál koma upp þá leysið þið úr þeim í sameiningu. Þið elskið hvort annað það mikið að þið látið ekki smá vandamál og áskoranir eyðileggja samband ykkar. Þú veist að hann mun hugsa um þig og hann getur treyst á þig.

6. Von
Þú átt að geta séð framtíð ykkar saman fyrir þér. Þú getur séð fyrir þér að þið eignist börn saman, flytjið í hús, flytjið saman til útlanda, eignist barnabörn eða hvar sem þið eruð stödd í ykkar sambandi. Það mikilvæga í þessu er að þú sérð framtíðina fyrir þér með honum og getur ekki hugsað þér lífið án hans.

7. Þakklæti
Þú átt að vera þakklát fyrir að hafa fundið einhvern sem er jafn frábær og hann er. Það er erfitt að finna þann rétta fyrir þig svo vertu stolt af þér og gleymdu aldrei hversu heppin þú ert. Ekki láta daga og vikur líða án þess að þú segir honum hversu ánægð þú ert með hann og hversu þakklát þú ert að hann sé í lífi þínu. Kysstu hann á hverjum degi.

Í heimi sem er svo ótrúlega auðvelt að finna til og vera særður þá er hressandi að gefa af sér og upplifa jákvæðar tilfinningar í ástarsambandi. Þegar þú hefur fundið hann þá er erfitt að hætta að brosa og vera jákvæður.
Gefðu af þér og lifðu í núinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!