Einföld uppskrift að karrýnúðlurétti sem auðvelt er að búa til og hér notum við rækjur en það má skipta þeim út fyrir grænmeti, tofu eða kjúkling að vild. Þessi réttur er ávanabindandi þannig að… EKKI segja að við höfum ekki varað ykkur við!
- 350 grömm eða einn pakki af hrísgrjónanúðlum
- ½ tsk. kóríander fræ
- ½ tsk. cumin fræ ( ekki kúmen)
- ½ tsk fennel fræ
- 1/2 tsk. allspice
- 2 matsk. kókosolía
- 1 laukur miðlungsstærð mjög smátt skorinn
- 2 matsk. smátt skorið sítrónugras (lemon grass)
- ½ tsk. pressaður hvítlaukur
- 2 tsk. rifið engifer
- Salt og pipar
- 1 ½ tsk. turmerik
- ⅛ tsk cayenne pipar
- rifinn börkur og safi úr einni límónu (lime)
- 1 tsk fiski sósa (fish sauce fæst í flestum matvöruverslunum)
- 2 bollar kókosmjólk
- 1/2 kíló risarækjur skelflettar og þýðar
- Handfylli af kirsuberjatómötum
- ½ bolli smátt skorinn vorlaukur
- Kóríander, basil and mintu lauf, til að skreyta með.
Svona ferðu að:
- Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum. Látið renna vel af núðlunum og hreinsið þær undir rennandi köldu vatni. Geymið. Ekki fleygja vatninu sem þið suðuð þær í því þið þurfið að hita núðlurnar öðru sinni.
- Ristaðu allspice, kóríander, cumin og fennelfræin á pönnu á miðlungshita þar til þú finnur ilminn rísa af pönnunni. Setjið í mortél og merjið fræin saman. Geymið.
- Þá fer kókosolían á pönnu og steikið laukinn þar til hann er gylltur á vægum hita í 5-8 mínútur.
- Bætið sítrónugrasi, hvítlauk og engifer saman við laukinn og eldið í 2 mín til viðbótar.
- Kryddið með salti og pipar og bætið ilmandi kryddfræsblöndunni saman við. Núna seturðu líka saman við túrmerik, cayenne piparinn, rifinn börkinn og límónusafann, fiskisósuna og kókosmjólkina. Látið malla í 5 mín á vægum hita.
- Saltið rækjurnar og tómatana ofurlítið og bætið í pönnuna og lokið henni þar til rækjur eru soðnar í gegn eða um 3-4 mínútur.
- Dýfið núðlunum í heitt vatnið til að hita þær ofurlítið á nýjan leik, sigtið vel og skiptið þeim á milli skála. Veiðið upp rækjur og tómata og setjið í hverja skál og vel af sósunni. Skreytið með vorlauk, fersku kóríander, basil og mintu.
Verði ykkur að góðu!