Vatnsmelóna og hvítvín er frábært sumar kombó. Drykkurinn leiðir saman allar þessar bragðtegundir og útkoman er freyðandi kokteill. Einfaldur að útbúa. Blandar bara saman vatnsmelónu, hvítvíni og sódavatni.
Uppskrift fyrir 4
Innihald:
1 vatnsmelóna skorin í litla bita
1 flaska af hvítvíni
1 L af sódavatni
1 Lime skorið í sneiðar
Aðferð:
Settu vatnsmelónu í blender og breyttu í vökva. Ágætt að sigta.
Blandaðu svo saman hvítvíninu og vatnsmelónudjúsnum. Fylltu glas af klökum og helltu blöndunni útá. Fylltu u.þ.b. 3/4 af glasinu og fylltu það svo að lokum með sódavatni.
Bætti sneið af lime til að skreyta.