KVENNABLAÐIÐ

Lærðu að búa til kókossmjör

Við birtum uppskrift að geggjuðum jarðarberjatrufflum um daginn sem algerlega slógu í gegn en við fengum nokkrar fyrirspurnir um hvort hægt væri að nota kókosolíu í stað kókossmjörs sem er það sem nota á í uppskriftina. Svarið er nei, því munurinn á kókosolíu og kókossmjöri er eins og …já, kannski hnetusmjöri og hnetuolíu. Í kókossmjöri er aldinkjötið en í olíunni er allt aldinkjöt hreinsað frá. Kókossmjör færðu í flestum heilsubúðum en það er vel hægt að búa það til sjálfur.

Auglýsing

homemade-coconut-butter_thumb_3

Auglýsing

Allt sem þarf er ósykrað kókosmjöl og þú setur það bara í matvinnsluvélina og lætur hana hamast í 10 mínútur. Ef þetta er ekki að verða að almennilegu smjöri er þér óhætt að bæta smávegis af kókosolíu út í mjölið.  Geymist í glerkrukku í nokkra mánuði og engin þörf á að geyma í ísskáp.

coconut-homemade_thumb

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!