Einn heppinn miðaeigandi vann 5 milljónir króna í Aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands en dregið var í gærkvöldi. Tveir ljónheppnir miðaeigendur fengu 500 þúsund króna vinning en þar sem þeir eru með svokallaðan trompmiða fimmfaldast vinningurinn og fær hvor um sig því 2,5 milljónir króna. Þá fengu níu miðaeigendur eina milljón króna hver og fjórtán fengu hálfa milljón króna.
Tæplega 3.900 miðaeigendur skipta á milli sín tæpum 125 skattfrjálsum milljónum eftir útdrátt kvöldins.
Áttfaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út í kvöld. Potturinn verður því nífaldur í október og því 90 milljónir sem einn heppinn miðaeigandi gæti fengið í sinn hlut.
Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum.