KVENNABLAÐIÐ

Tveir heppnir miðahafar skiptu með sér 1. vinning

Tveir heppnir miðahafar skiptu með sér 1. vinning í Lottó í gærkvöldi. Hvor vinningshafi fær um 4,6 milljónir króna en annar þeirra er í áskrift og hinn keypti miðann í gegnum Lottó appið. Þá voru fimm vinningshafar með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 81 þúsund krónur. Þrír þeirra eru í áskrift, einn miðanna var keyptur í Prinsinum Hraunbæ og sá síðasti á lotto.is.

Í Jóker gærkvöldsins voru einnig tveir miðahafar með 1. vinning og fær hvor um sig 2 milljónir króna í vinning. Annar miðanna var keyptur á lotto.is og hinn í Ísbúðinni Akureyri, Glerártorgi. Fjórir voru svo með 2. vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu Kringlunni, Baulunni Borgarnesi, á lotto.is og sá síðasti er í áskrift.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!