KVENNABLAÐIÐ

Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker

Enginn var með allar aðaltölurnar auk stjörnutalnanna að þessu sinni í EuroJackpot og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku.

Sex miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 75 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir í Finnlandi en hinir voru keyptir í Þýskalandi, Póllandi, Ungverjalandi og Spáni. Þá skiptu átta miðaeigendur 3. vinningi á milli sín og fær hver þeirra rúmlega 20 milljónir króna. Sjö miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Danmörku.

Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning. Báðir miðarnir eru í áskrift.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!