Hráefni:
- 700 gr kjúklingahakk, fæst t.d. í Nettó
- 4 vorlaukar
- 3 msk rifið engifer
- 2 msk sítrónusafi
- 1 msk paprika
- 2 tsk Cumin
- 1/2 tsk malaðar kardimommur
- 1/4 tsk cayenna pipar
- salt og pipar eftir smekk
- gúrka
- ferskt kóríander
- rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
- naan brauð
- Jógúrtsósa:
- 1 lítil dós grískt jógúrt
- 1 msk fersk söxuð mynta
- 2 tsk Cumin
- 1 msk sítrónusafi
- salt og pipar
Aðferð:
1. Setjið kjúklingahakkið ásamt kryddum í skál og blandið öllu vel saman með höndunum. Mótið næst 4 borgara úr þessu.
2. Blandið öllum hráefnum fyrir jógúrtsósuna saman í skál og leggið til hliðar.
.3. Skerið niður gúrku, rauðlauk og kóríander.
4. Steikið næst (eða grillið) borgarana í um 3 mín á hvorri hlið. Leggið 4 lítil naan brauð með á pönnuna síðustu mínúturnar og leyfið þeim að hitna í gegn.
5. Leggið hvern borgara í naan brauð ásamt gúrku, rauðlauk og vel af kóríander. Toppið þetta með jógúrtsósunni. Einfalt, bragðgott og fljótlegt!