KVENNABLAÐIÐ

Núðlusúpa með risarækjum í karrý-kókos

Hráefni:

  • msk bragðlaus olía
  • 300 gr risarækjur
  • 1/2 laukur skorinn í sneiðar
  • 1/2 rauð paprika skorin niður
  • 1/2 gul paprika skorin niður
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk svartur pipar
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1/2 tsk engifer rifið niður
  • 2 msk rautt karrý mauk
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós „light“ kókosmjólk
  • soðnar hrísgrjónanúðlur
  • 3 msk fersk kóríander saxað
  • 2 vorlaukar skornir smátt
  • 4 msk saxaðar salthnetur

Aðferð:

1. Hitið 2 msk olíu í potti. Steikið rækjurnar þar til þær eru eldaðar í gegn og kryddið með salti og pipar. Leggið rækjurnar til hliðar á disk eða fat.

2. Bætið 1 msk olíu í pottinn, steikið lauk og papriku í um 5 mín eða þar til þetta fer að mýkjast vel. Kryddið til með salti og pipar. Þá fer hvítlaukur, engifer og karrý mauk saman við og blandað vel saman. Steikið áfram í um 5 mín. Bætið næst kókosmjólk í pottinn. Leyfið suðunni að koma upp og leyfið þessu að malla í um 5 mín.

3. Í lokin fara rækjurnar saman við ásamt kóríander. Og þessu leyft að malla áfram í aðrar 5 mín.

4. Á meðan meðan súpan er að malla eru hrísgrjónanúðlur soðnar eftir leiðbeiningum á pakkningu.

5. Þegar súpan er borin fram er henni skammtað í skálar, fyrst núðlur, síðan súpan. Toppað með söxuðum vorlauk, söxuðum salthnetum og extra kóríander.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!