KVENNABLAÐIÐ

Greip martini – Ferskur sumarkokteill!

Engifer sykursýróp:

  • 2 1/2 dl sykur
  • 2 1/2 dl vatn
  • 5 cm engiferbútur skorinn í bita

Setjið allt hráefni í pott og náið upp suðu. Látið malla í 10-15 mín. Takið af hitanum og leyfið þessu að kólna. Sigtið engiferbitana frá áður en sýrópið er notað. Geymið afganginn í loftþéttum umbúðum eða krukku.

Kokteill:

  • 60 ml gin
  • 120 ml safi úr greip ( c.a heilt greip )
  • 1 tsk engifer sykursýróp
  • safinn úr 1/2 lime
  • 1/2 tsk ferskt rifið engifer
  • 2 stjörnuanís
  • freyðivín, c.a 90-120 ml

Aðferð:

1. Setjið allt hráefni (nema freyðivínið) í kokteilhristara og hristið vel. Hellið í kokteilglas og toppið með freyðivíni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!