Hráefni:
650 kartöflur
1 saxaður rauðlaukur
100 gr gróft saxaðar möndlur
50 gr smjör
1 dl sykur
Salt og pipar
ólívuolía
söxuð fersk steinselja til skrauts
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið þær í poka ásamt ólívuolíu, salti og pipar og hristið vel.
3. Dreifið úr kartöflunum á ofnplötuna og bakið í 30-35 mín.
4. Hitið smjör og sykur á pönnu í c.a. 5 mín. Setjið þá rauðlaukinn á pönnuna og hitið þetta áfram í 5 mín. Þá fara ofnbökuðu kartöflurnar saman við ásamt möndlunum. Steikið þetta þar til sykurgljáinn er farinn að loða vel við kartöflunar. Smakkið til með salti og toppið með ferskri steinselju.