KVENNABLAÐIÐ

Gljáðar kartöflur með rauðlauk og möndlum

Hráefni:

650 kartöflur
1 saxaður rauðlaukur
100 gr gróft saxaðar möndlur
50 gr smjör
1 dl sykur
Salt og pipar
ólívuolía

söxuð fersk steinselja til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið þær í poka ásamt ólívuolíu, salti og pipar og hristið vel.

3. Dreifið úr kartöflunum á ofnplötuna og bakið í 30-35 mín.

4. Hitið smjör og sykur á pönnu í c.a. 5 mín. Setjið þá rauðlaukinn á pönnuna og hitið þetta áfram í 5 mín. Þá fara ofnbökuðu kartöflurnar saman við ásamt möndlunum. Steikið þetta þar til sykurgljáinn er farinn að loða vel við kartöflunar. Smakkið til með salti og toppið með ferskri steinselju.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!