KVENNABLAÐIÐ

Pizzabrauð með hvítlauk og basiliku

Auglýsing

Hráefni:

1 tilbúið pizzadeig, súrdeigs eða venjulegt

2 hvítlauksgeirar

sjávarsalt

2 dl fersk basilika

chilliflögur

2-3 msk ólívuolía

2 msk fínt rifinn parmesan

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 220 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Takið pizzadeigið úr ofninum 30 mín áður en eldamennskan hefst og leyfið því að standa við stofuhita.

2. Saxið hvítlauk og basiliku og setjið í litla skál. Bætið salti, chilliflögum, 2 msk ólívuolíu og parmesan saman við og blandið þessu vel saman.

3. Fletjið pizzadeigið út og leggið það á ofnplötuna. Penslið smá ólívuolíu á deigið áður en það fer inn í ofninn. Bakið það í 7-10 mín eða þar til það er orðið fallega gyllt á litinn. Takið það úr ofninum og penslið rausnarlega með hvítlauks/basil blöndunni. Skerið niður og berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!