Hráefni:
- Sjávarsalt
- 1/2 tsk matarsódi
- 1 poki kartöflur, afhýddar og skornar í fernt
- 5 msk ólívuolía
- handfylli af söxuðu fersku rósmarín
- 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- svartur pipar
- handfylli af saxaðri flatlaufa steinselju
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið vatn í pott og hitið að suðu. Setjið þá 2 msk sjávarsalt, 1/2 tsk matarsóda og kartöflur í pottinn. Látið kartöflurnar malla þar til þær fara að mýkjast.
2. Á meðan kartöflurnar sjóða er ólívuolía hituð á pönnu ásamt hvítlauk og rósmarín þar til hvítlaukurinn fer að gyllast. Sigtið olíuna í stóra skál og setjið hvítlaukinn og rósmarínið til hliðar.
3. Þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar eru vatnið sigtað frá og kartöflurnar settar í skálina með ólívuolíunni. Kryddið þetta til með salti og pipar og blandið vel saman.
4. Dreifið úr kartöflunum á ofnplötuna. Setjið í ofninn í 20 mín. Takið þá spaða og hrærið aðeins í kartöflunum. Bakið áfram í 30-40 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel stökkar og fallega gylltar.
5. Setjið þær í stóra skál og blandið hvítlauknum og rósmaríninu saman við. Kryddið til með salti og pipar og toppið með steinselju. Berið fram strax.