KVENNABLAÐIÐ

Heimabakað Focaccia brauð með ferskum kryddjurtum

Auglýsing

Hráefni:

  • 5 dl hveiti
  • 1 tsk salt
  • 2 1/2 dl volgt vatn
  • 1 1/8 tsk þurrger
  • 1/2 tsk sykur
  • Ólívuolía
  • 1 tsk ferskt saxað rósmarín (eða 1/2 tsk þurrkað)
  • 1 tsk fersk söxuð steinselja (eða 1/2 tsk þurrkað)
  • 1/2 tsk ferskt saxað timjan (eða 1/4 tsk þurrkað)
  • Sjávarsalt

Aðferð:

1. Blandið hveiti og salti saman í skál.

2. Setjið volgt vatn, þurrger og sykur í aðra skál og leyfið þessu að standa í stutta stund. Hrærið þá hveitinu saman við með sleif þar til þetta hefur blandast vel saman. Setjið plast yfir skálina og leyfið þessu að standa inni í ísskáp í 8 klst eða yfir nótt.

3. Takið 20 cm kökuform og smyrjið það létt að innan með ólívuolíu. Setjið deigið í formið, setjið filmu yfir og leyfið þessu að hefast í 2 klst.

4. Hitið ofninn í 220 gráður.

5. Sáldrið ólívuolíu yfir deigið og ýtið með fingrunum á deigið svo það myndist litlar holur. Dreifið næst kryddjurtunum og salti yfir. Bakið þetta næst í ofninum í 22-24 mín eða þar brauðið er orðið fallega gyllt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!