KVENNABLAÐIÐ

Ótrúlega einfalt og ljúffengt spaghetti með hvítlauk, sítrónu og parmesan

Auglýsing

Hráefni:

  • 3 msk saxaður hvítlaukur
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 1/4 tsk chilli flögur
  • 1/2 tsk svartur pipar 
  • 2 dl rjómi
  • 1/2 – 1 dl sítrónusafi ( eftir smekk)
  • 1 msk rifinn sítrónubörkur
  • 2 dl parmesan ostur
  • fersk steinselja til skrauts
  • 1 pakki spaghetti

Aðferð:

1. Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2. Steikið hvítlaukinn upp úr olíu á pönnu í um 1 mín. Bætið þá chilliflögum og svörtum pipar á pönnuna og steikið áfram í 1 mín. Hellið þá rjómanum saman við ásamt sítrónuberkinum. Hrærið reglulega í sósunni og leyfið henni að malla þar til hún fer að þykkna.

3. Slökkvið undir pönnunni, hellið sítrónusafanum saman við og blandið vel. Hellið spaghetti yfir í sósuna ásamt parmesanostinum og allt blandað vel saman. Berið fram með extra parmesan og saxaðri steinselju.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!