KVENNABLAÐIÐ

Brunch-pizza með eggi og beikoni

Auglýsing
  • 8 sneiðar beikon, skorið í bita
  • 1 tilbúið pizzadeig
  • 1 1/2 msk ólívuolía
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 mozzarellakúla, skorin í sneiðar
  • 3 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
  • 3 stór egg
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • 2 msk söxuð steinselja
  • 1/4 tsk rauðar chilliflögur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 210 gráður og leggið bökunapappír á ofnplötu.

2. Hitið pönnu og steikið beikonið í 3-4 mín. Leggið það svo á disk og þerrið umfram fituna af.

3. Fletjið pizzadeigið út og leggið það á bökunarplötuna. Penslið það með ólivuolíu og dreifið hvítlauknum yfir það. Raðið mozzarella sneiðum, beikoni og vorlauk á pizzuna. Bakið þetta í ofninum í 10-12 mín, eða þar til kantarnir fara að taka á sig fallega gylltan lit. Takið þetta úr ofninum og og brjótið eggin yfir pizzuna. Setjið þetta aftur inn í ofninn í c.a. 8 mín eða þar til eggin eru elduð í gegn.

4. Berið fram strax og toppið með ferskri steinselju og rauðum chilli flögum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!