Marínering:
- 2 msk kóríander fræ, möluð
- 2 stilkar rósmarín, hreinsað af stiklunum og saxað niður
- 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
- 2 rauð chilli
- 1 ½ tsk sjávarsalt
- svartur pipar
- 1 msk ljós púðursykur
- 1/2 dl ólívuolía
Hráefni:
- ólívuolía
- 2.5 kg lambalæri
- 4 laukar, skornir gróft niður
- 5 hvítlauksgeirar
- 3 stilkar timjan
- 1/2 dl kjúklingasoð
- 3 msk ljós púðursykur
- 2 msk balsamik edik
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
1. Setjið öll hráefnin fyrir marineringuna saman í skál og blandið vel saman, gott er að gera þetta með mortéli.
2. Nuddið næst kryddblöndunni á lambalærið, setjið filmu yfir og leyfið lærinu að standa í ísskáp yfir nótt.
3. Takið lærið úr ísskápnum og leyfið því að standa þar til það nær stofuhita. Hitið ofninn í 180 gráður. Takið stórt ofnfat og dreifið lauknum, hvítlauknum og timjan í fatið. Kryddið þetta rausnarlega með salti og pipar. Leggið lambalærið yfir og hellið kjúklingasoði meðfram lærinu. Leggið álpappír lauslega yfir fatið og setjið þetta inn í ofn í 2 og 1/2 klukkutíma.
4. Takið álpappírinn af og snúið lambinu við. Dreifið púðursykri og balsamik ediki yfir laukinn og hrærið í þessu. Setjið þetta aftur inn í ofn í 1 klst. Þá er hitinn hækkaður í 220 gráður og þetta bakað áfram í 20 mín. Takið úr ofninum, takið lærið úr fatinu og leggið það til hliðar. Hellið lauknum og öllu ‘gumsinu’ úr fatinu í lítinn pott og leyfið þessu að malla stutta stund. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk. Berið lambið fram með lauksultunni og ofnbökuðum kartöflum eða grænmeti.