Auglýsing
Hráefni:
- 6-7 úrbeinuð kjúklingalæri
- 1 msk smjör
- 1 msk olía
- 2 hvítlauksgeirar
- 1/2 dl kjúklingasoð
- 2-3 stilkar ferskt rósmarín
Kryddblanda:
- 2 msk ljós púðursykur
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1/2 tsk laukduft
- 1/2 tsk reykt paprika
- 1/2 tsk chilliduft
- 1/4 tsk svartur pipar
- 1/2 tsk salt
Aðferð:
1. Blandið öllum hráefnum fyrir kryddblönduna saman í skál. Þerrið kjúklingalærin létt með eldhúspappír. Kryddið þau rausnarlega á báðum hliðum með kryddblöndunni. Hitið smjör og olíu á pönnu og steikið hvítlauk í 30 sekúndur.
2. Setjið kjúklingalærin á pönnuna og steikið þau í um 5 mín eða þar til þau fara að taka á sig fallega gylltan lit.
3. Hellið kjúklingasoði á pönnuna ásamt rósmarín stilkum og leyfið þessu að malla stutta stund eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.