KVENNABLAÐIÐ

Gratíneraðar sætar kartöflur eru algjört sælgæti

Auglýsing

Hráefni:

  • 2-3 sætar kartöflur
  • 4 dl rjómi
  • 1 dl smjör
  • 6 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 msk ferskt timjan saxað niður
  • 1 tsk maíssterkja
  • 2 dl parmesanostur
  • salt og pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Pískið vel saman í skál rjóma og maíssterkju. Setjið svo í skálina smjör, hvítlauk, timjan, 1 tsk salt og 1/2 tsk pipar. Hitið skálina í stutta stund í örbylgjuofni, eða yfir vatnsbaði á hellu, þar til smjörið hefur bráðnað. Pískið vel saman.

2. Afhýðið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar og raðið í eldfast mót. Hellið rjómablöndunni yfir og bakið í um 30 mín. Dreifið þá parmesanostinum yfir og bakið í aðrar 10 mín eða þar til osturinn er orðinn fallega gylltur. Berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!