KVENNABLAÐIÐ

Kjúklingur í rjómasósu með basilpestói og hvítlauk

Auglýsing

Hráefni:

  • 3-4 kjúklingabringur skornar í bita
  • 1/4 tsk chilliflögur
  • 1/2 tsk ítalskt krydd
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
  • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 dl sólþurrkaðir tómatar, saxaðir, takið olíuna og geymið til steikingar
  • 2 paprikur
  • 1 dl basil pestó
  • 1 dl rjómi
  • 1 dl kjúklingasoð
  • Salt og pipar
  • söxuð fersk basilika
  • parmesan ostur

Aðferð:

1. Hitið 1 msk af olíunni (af tómötunum) á pönnu ásamt ítölsku kryddi og chilliflögum. Bætið kjúklingnum á pönnuna og steikið á miðlungshita í um 6 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið til hliðar.

2. Útbúið sósuna með því að setja basil pestó, rjóma og kjúklingasoð í skál og hræra vel þar til allt hefur blandast vel saman. Leggið til hliðar.

3. Hitið sömu pönnuna aftur og steikið lauk, hvítlauk og sóþurrkaða tómata. Hér má bæta aðeins olíu ef pannan er mjög þurr. Steikið í um 1 mín. Bætið þá papriku á pönnuna og steikið áfram þar til paprikan fer aðeins að mýkjast. Hellið næst sósunni á pönnuna ásamt kjúklingnum og leyfið þessu að malla öllu saman í um 3-4 mín. Toppið með parmesan osti og basilku áður en þetta er borið fram.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!