KVENNABLAÐIÐ

30 mínútna Stroganoff nautapottréttur

Auglýsing

Hráefni:

  • 600 gr nautakjör skorið í strimla

Aðferð:

1. Kryddið nautakjötið með salti og pipar. Hitið 1 msk ólívuolíu á pönnu og steikið helminginn af kjötinu þar til það hefur brúnast örlítið. Færið það yfir á disk eða fat og leggið til hliðar. Steikið hinn helminginn af kjötinu og leggið það til hliðar.

2. Notið sömu pönnu og hitið smjörið. Steikið næst laukinn í um 1 mín og bætið þá sveppunum á pönnuna. Steikið þetta áfram þar til sveppirnir taka á sig gylltan lit. Bætið hveitinu saman við og hrærið þessu vel saman. Hellið næst nautasoðinu í skömmtum á pönnuna og hrærið stanslaust í þessu á meðan.

3. Bætið sýrðum rjóma saman við sósuna ásamt dijon sinnepi. Lækkið hitann örlítið og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur þar til sósan fer að þykkna. Kryddið til með salti og pipar. Færið kjötið aftur yfir á pönnuna og leyfið því að hitna í gegn í sósunni.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!