Hráefni:
- 6 úrbeinuð kjúklingalæri
- salt & pipar
- 12 beikonsneiðar, skornar í tvennt langsum( svo úr verði 24 mjóar sneiðar )
- 1 rauðlaukur, skorinn í grófar sneiðar
- 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1 msk grófkorna sinnep
- 1 msk hlynsýróp
- 2 msk hveiti
- 2 dl rjómi
- 2 tsk fersk timjan
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180 gráður. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Vefið 4 sneiðum af beikoni vel um hvert kjúlingalæri, þannig að þau séu vel pökkuð inn og lítið um lausa enda. Það má einnig stinga tannstönglum í gegn svo beikonið haldist vel utan um kjúklinginn.
2. Hitið pönnu eða góðan pott (sem má fara inn í ofninn) og steikið kjúklinginn ásamt rauðlauknum. Steikið í um 5 mín eða þar til beikonið fer að brúnast, snúið þá kjúklingnum við og steikið áfram í um 5 mín. Bætið síðan hvítlauknum á pönnuna.
3. Hrærið sýrópið og sinnepið saman í skál og smyrjið vel ofan á kjúklinginn. Því næst fer pannan í ofninn í um 20 mín. Takið þetta síðan út ofninum og færið kjúklinginn og rauðlaukinn yfir á fat. Ekki þrífa pönnuna heldur færið hana á hita og bætið hveiti á hana og hrærið vel í eina mínútu. Hrærið næst rjómanum saman við hveitiblönduna ásamt timjan.
4. Færið kjúklinginn og rauðlaukinn aftur yfir á pönnuna og leyfið þessu að malla í um 2 mín. Berið fram með meðlæti að eigin vali. Njótið!