1. Það tekur konur að meðaltali 10 til 20 mínútur að fá fullnægingu meðan á forleik stendur …
… svo ekki hlaupa yfir forleikinn, því hún er aaaalveg að koma.
2. Einhleypar konur sem eiga fastan bólfélaga fá fullnægingu í 62% tilvika …
… ekki slæmt það!
3. Lesbískar konur fá fullnægingu að meðtali 13% oftar en gagnkynhneiðgar konur …
… er það nema von, því hver þekkir og skilur konur betur en aðrar konur?
4. Aðeins 11% kvenna fá fullnægingu í fyrsta sinn sem þær sofa hjá nýjum bólfélaga …
…. því er ekki óeðlilegt að ætla að leggja verði natni og þolinmæði við það eitt að fullnægja konu, sem er iðulega hvorugt uppi á teningnum í fyrsta sinn sem kona sængar hjá nýjum bólfélaga. Alla vega bendir tölfræðin til að gott gæti verið að prófa aftur.
5. Þetta breytist þegar inn í fast samband er komið, en yfir 67% kvenna sem hafa lagt að baki samband sem spannar meira en hálft ár, fá reglulega fullnægingu.
Er hér komin enn önnur ástæða fyrir því að dásama hjónabandið?
6. Tæplega 70% kvenna hafa gert sér upp fullnægingu að minnsta kosti einu sinni …
… af hverju, stelpur?
* 78% vildu ekki koma bólfélaga sínum úr jafnvægi
* 61% sögðust bara vilja ljúka kynmökunum …
* 47% voru að leita eftir jákvæðri svörun frá bólfélaga sínum
* 25% skelltu skuldinni á klaufaskap bólfélaga síns
Þýtt og endursagt: Marie Claire