Þetta er kannski einfaldasti en besti matur í heimi….American Grilled Cheese Sandwich…sem er ekki grilluð (þó það megi alveg ef þið eigið grillklemmu) heldur steikt á pönnu….og þetta verðið þið að læra að búa til fyrir ykkur þegar ykkur langar í eitthvað sjúklega mettandi, gott og djúsí….
1. Aðalatriðið er að eiga gott brauð…súrdeigsbrauð með harðri skorpu er ákjósanlegt en allt brauð með harðri og stökkri skorpu virkar vel. Það er ekki verra að það sé 2 daga gamalt.
2. Smyrjið 2 brauðsneiðar BEGGJA VEGNA vel með söltu smjöri eða smjörva….og steikið á heitri pönnu fyrst á annari hliðinni og þegar þið snúið sneiðunum við leggið þið ostinn á bökuðu hliðina svo hann byrji að bráðna. Okkur finnst gott að nota GOTTA ostinn, hann bráðnar vel og er fallega gulur eins og „american cheese“. það er hæfilegt að nota tvær sneiðar. OK!– ÞRJÁR ef þú vilt osta yfir þig …
4. Leggið brauðsneiðarnar saman og veltið á pönnunni á báðar hliðar á heitri pönnunni þar til osturinn lekur fram á milli sneiðanna…
5. Bítið í og NJÓTIÐ…