KVENNABLAÐIÐ

Hvaða starfsframi hentar þér samkvæmt stjörnumerkjunum?

Ert þú fædd til að verða rík? Stjörnuspeki-sérfræðingar vilja meina að ef þú ert fædd í Sporðdreka, Ljónsmerkinu, Nauti eða Krabba þá sé líklegt að þú verðir vel efnuð. Steingeit og Vatnsberar eru þá líklegir til að hafa minnst á milli handanna. Þó svo við verðum ekki öll rík þá getum við öðlast hamingju í starfi því peningar eru sko alls ekki allt. Lestu hér um hvaða starfsframi hentar þínu merki.

Hrútur
Hrúturinn er sterkur, kappsamur, áhugasamur og lifandi. Hann þrífst best í starfi þar sem hann er árangurstengdur og sérstaklega ef hægt er að keppa um að fá bónus fyrir vel unnin störf. Hrúturinn er einnig mjög hugrakkur og oft velja Hrútar sér störf í löggæslu, slökkviliðinu og slíku. Hrúturinn er mjög góður í að bera út boðskap, en störf sem uppýsingafulltrúi og í auglýsingageiranum henta Hrútnum vel.

Helstu störf: Frumkvöðull, lögreglan, slökkviliðið, stjórnmál, sjónvarp og auglýsingastofa.

Nautið
Það sem einkennir helst Nautið er stöðugleiki. Nautið leggur mikið á sig fyrir góð hlunnindi, frí, laun og atvinnuöryggi. Þar sem Nautið er ákveðið, þolinmótt, heiðarlegt og skipulagt þá er það frábært í hópvinnu og mjög áreiðanlegt. Nautið hefur auga fyrir fallegum hlutum og elskar að vinna með blóm, mat, skartgripi og lúxusvöru. Nautið er einnig þekkt fyrir að hafa skýra og háa rödd og myndi sóma sér vel sem námskeiðahaldari, kynnir og slíkt.

Helstu störf: Kennari, endurskoðandi, lögfræðingur, hönnuður, kokkur, landslagshönnuður.

Krabbi

Krabbinn er fullur umhyggju, honum er mikilvægt að sjá fyrir fjölskyldu sinni og hann er samviskusamur í vinnu. Hann vinnur best í einrúmi án þess að einhver reyni að líta yfir öxlina á honum og þolir illa að vera undir smásjá vinnuveitanda síns. Krabbar sýna starfi sínu yfirleitt sömu umhyggju og þeir gera gagnvart heimili sínu. Þeir eru vernandi í eðli sínu og passa upp á vinnustaðinn sinn og eru oft valdir í ábyrgðarstöður. Krabbinn krefst tryggðar og kemur fram við samstarfsfólk sitt eins og fjölskyldu sína. Krabbinn er líklegastur til að leggja eyra við ef einhver samstarfsmaður á í vanda, svo lengi sem vandræðin ógna ekki hans eigin stöðu á vinnustaðnum.

Helstu störf: Læknir, næringarrágjafi, kennari, hjúkrun, ljósmóðir, bóndi, garðyrkja, hótelstjórnun.

Tvíburi
Viltu gera Tvíburann ánægðan? Láttu hann fá nóg af verkefnum og hafðu þau örvandi fyrir hugann. Mundu að Tvíburinn er tvíburi sem þýðir að þú þarft að ná til tveggja einstaklinga; þú þarft að láta hann hafa nóg að gera og vinna hratt. Tvíburinn endist ekki lengi við að gera það sama. Störf sem krefjast ferðalaga henta frábærlega og einnig allskyns félagsstörf. Tvíburinn er bjartsýnn og orkumikill og ætti að hvetja hann til að tjá sig og hafa ekki of stíft regluverk í kringum hann.

Helstu störf: Verðbréfamiðlari, kennari, arkitekt, farastjóri, leiðsögumaður, fréttamaður

Ljón
Enginn er betri en Ljónið til að leiða fyrirtækið til árangurs og hagsældar. Það er óhrætt, hvetjandi og sjálfstætt og vinnur best þegar athyglin er á því og elskar valdamikil störf. Ljónið getur verið erfitt í hópvinnu því það er kröfuhart en sjarmi þess nær að heilla alla á endanum. Getur verið erfitt að stýra því mikið. Það er hvatvíst og uppfinningasamt og er betra til þess fallið að leiða heldur en að fylgja.

Helstu störf: Framkvæmdastjóri, leikari, söngvari, fasteignasali, innanhúshönnuður, tískuhönnuður, sölumaður, stjórnmálamaður.

Meyja
Meyjan er þekkt fyrir fullkomnunaráráttu sína og stendur sig mjög vel í störfum sem krefjast smámunasemi og nákvæmni. Hún er minnug, mjög þrifaleg og góð í óhlutstæðri hugsun. Meyjan er mjög góð í þjónustuhlutverki og þú værir mjög ánægð með Meyju sem þjón, einkaritara eða snyrtifræðing. Meyjan er sú sem fær mest þjórfé í þjónustustörfum. Skrif, rannsóknir og reikningur liggur vel fyrir Meyjunni. Auðveld í samskiptum og yfirleitt mjög glöð. Margar Meyjur eru sterkar í erlendum tungumálum.

Helstu störf: Ritstjóri, rithöfundur, kennari, gagnrýnandi, þýðandi, vísindamaður, tæknimaður.

Vog
Hvað myndum við gera án hennar? Vogin er sjarmerandi, skemmtileg og vinsamleg. Vogin hefur einstaka samstarfseiginleika og er frábær leiðtogi. Ef þú þarft að leysa mál við viðskiptavin í síma þá er gott að láta Vogina sjá um það. Vogin er merki fólksins. Hún elskar annað fólk. Það skal ekki láta Vog vera eina inni á dimmri skrifstofu. Það mun ekki virka. Hún þrífst á því að vera í kringum fólk í lifandi umhverfi. Hún er listræn og líkleg til að vera söngkona í hljómsveit.

Helstu störf: Dansari, sölumaður, kynnir, samningamaður, fararstjóri, söngvari, leikari.

Sporðdreki

Spenna er það sem Sporðdrekinn þarf. Þarftu að láta aftengja sprengju? Hringdu í Sporðdrekann og hann reddar þessu. Sporðdreki getur einangrað sig frá öllu áreiti og verið algjörlega fókuseraður á verkið. Hann er forvitinn og heillast af því sem er leyndardómsfullt. Sporðdrekinn dregst að því sem er óvenjulegt og vill fá að vita hvað það er sem lætur fólk gera það sem það gerir. Ekki horfa yfir öxlina á Sporðdrekanum. Hann þarf sjálfstæði og traust.

Helstu störf: Rannsóknarlögregla, lögfræðingur, vísindamaður, skurðlæknir, lífeðslisfræðingur, fræðimaður.

Bogmaður
Bogmaðurinn er lifandi, fullur af orku og frekar heimspekilegur. Bogmaður er frábær í ákvarðanatöku og er réttlátur og auðveldur yfirmaður. Margir Bogmenn eru andlega sinnaðir og virka vel í störfum sem snúast um umhverfið, dýr, ráðgjöf og trú. Hann elskar ferðalög og útiveru. Bogmaðurinn er opinn og elskar að hafa gaman í kringum sig. Allir kunna vel við Bogmanninn og hann er ávallt miðdepillinn á vinnustað. Bogmaður vill hafa alla góða í kringum sig og er snillingur í að eyða spennu í andrúmsloftinu. Það má ekki binda hann niður eða hengja hann á smáatriðum. Rútína drepur Bogmanninn.

Helstu störf: Prestur, dýralæknir, ritstjóri, upplýsingafulltrúi, þjálfari og allt sem tengist ferðalögum.

Steingeit
Steingeitin er mjög metnaðarfull og þarfnast áskorana til að vera hamingjusöm. Steingeitin er eins og fjallageit sem fikrar sig áfram á toppinn þá er hún ákveðin og viljasterk og gerir hvað sem er til að ná settum markmiðum. Steingeitin er yfirleitt ábyrgðarfull og réttsýn og elskar völd. Hún vinnur eftir áætlun sem má helst ekki hnika frá og fylgir stífum reglum. Ef þú þarft einhvern til að gera hlutinn rétt þá skaltu ekki leita lengra. Steingeitin er rétta manneskjan. Oft er Steingeitin vinnualki.

Helstu störf: Stjórnun, bankastarfsmaður, forstjóri, framkvæmdastjóri, forritun, lyfjafræðingur, læknir.

Vatnsberi
Sá eiginleiki sem aðgreinir Vatnsberann frá öllum öðrum merkjum er mannúðareðli þeirra. Hann er forvitinn og leitar uppi ævintýri og elskar að kanna óhefðbundnar hugmyndir. Vatnsberinn er líklegastur til að starfa óhefðbundna vinnu, jafnvel í einhverju sem hann finnur upp sjálfur. Vatnsberinn er uppreisnarseggur gegn regluverki og þarfnast frelsis til að hugsa og hreyfa sig. Það þýðir ekkert að biðja hann um að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir áður. Ef þig vantar að hrista upp í málum og fá nýja sýn á hlutina þá skaltu fá Vatnsbera í verkið og þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum.

Helstu störf: Vísindamaður, uppfinningamaður, frumkvöðull, bóndi, flugmaður, hönnuður, tónlistarmaður.

Fiskur
Margir í Fiskamerkinu eru gamlar sálir. Lykilorðin hér eru sköpunargleði og ástríða. Fiskurinn nýtur sín í hefðbundinni list eins og tónlist, dans, myndlist og ljósmyndun. Fiskurinn er mjög uppfinningasamur. Ef stílisti þinn er Fiskur þá klippir hann þig ekki bara nútímalega og samkvæmt nýjustu tísku heldur líka eins og fer þér best. Hann hefur einstakt auga. Margir sem eru að grúska í Tarot spilum og stjörnuspeki eru í Fiskamerkinu. Innsæi þeirra hjálpar til á sviðum sem krefjast samúðar.

Helstu störf: Listamaður, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, sálfræðingur, sjálfboðaliði, mannvinur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!